Grillhúsin eru úr vönduðu 47mm alhefluðu nótuðu efni og eru í bjálkastíl, 10.56fm er nýtilegur gólfflötur. Húsin eru 6 hyrnd og á fimm hliðum eru gluggar og þeirri sjöttu eru dyr. Gluggarnir eru með einföldu gleri og opnanlegir. Á þaki er tjörupappi og þakskífur. Stórt grill fylgir sem staðsett er í miðjunni og fyrir ofan það er reykháfur.
Einnig er hægt að fá ýmsar aðrar útfærslur af garðhýsum.